Massa og Schumacher í Abu Dhabi 30. október 2009 19:53 Felipe Massa og Michael Schumacher á mótsstað í Abu Dhabi. mynd: Getty Images Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira