Umfjöllun: Íturvaxið lið HK nældi í óvænt stig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2009 20:50 Úr leik liðanna í fyrra. Það voru ekki margir sem áttu von á miklu frá HK-liðinu í kvöld gegn FH. HK með mikið breytt lið en FH að tefla fram gríðarsterku liði sem er spáð góðu gengi í vetur. Trú blaðamanns á eitthvað frá HK í leiknum fauk svo endanlega út um gluggann er hann mætti í Digranesið. Allt of margir leikmenn liðsins virkuðu í lélegu formi og að minnsta kosti fimm leikmenn liðsins voru með það sem í daglegu tali kallast einfaldlega bumba. HK-strákarnir sýndu samt í kvöld að menn með bumbur geta vel spilað handbolta og liðið er líklega ekki í eins lélegu formi og það lítur út fyrir að vera. HK fór samt ákaflega hægt að stað og lenti fljótlega nokkrum mörkum undir. FH spilaði hörkuvörn og Bjarni Fritzson raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann stakk þunga leikmenn HK af hvað eftir annað. Þá tók Gunnar leikhlé, róaði sína menn sem byrjuðu loks að spila handbolta og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þó svo þeir væru alltaf skrefi á eftir FH. Um miðjan síðari hálfleik komst HK síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum, 20-19, og mínturnar sem eftir lifðu voru æsispennandi. Liðin skiptust á hafa forystuna og bæði lið voru líkleg til að stela sigrinum. HK nýtti síðustu sóknina sína vel og Vilhelm Gauti Bergsveinsson jafnaði metin með stórglæsilegu marki þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 sem var sanngjörn niðurstaða. Frábær endurkoma hjá Vilhelm sem er nýbúinn að taka skóna fram á nýjan leik en þeir hafa safnað ryki í hillunni góðu í nokkur ár. Vilhelm virkaði oft þreyttur en barðist vel og skilaði sínu á báðum endum vallarins. FH-liðið olli miklum vonbrigðum í þessum leik. Liðið byrjaði af krafti en svo slökuðu leikmenn á og virtust ætla að taka leikinn með "vinstri" eins og oft er sagt. Það má ekki gegn baráttuglöðu liði HK. Bjarni Fritzson átti magnaðan leik hjá FH og virkar í fantaformi. Ólafur Guðmundsson var sterkur en nafni hans Gústafsson var slakur rétt eins og Ásbjörn. Pálmar varði vel í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik og munaði um minna. Valdimar Þórsson var magnaður í liði HK. Lengi í gang en óstöðvandi síðasta stundarfjórðunginn þar sem hann skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Það endaði allt í netinu hjá honum. Sveinbjörn magnaður í markinu og Sverrir Hermannsson gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik. Línumaðurinn Atli Ævar sýndi svo góða takta en þar fer greinilega sterkur leikmaður. Gunnar Magnússon getur verið ánægður með strákana sína sem blésu á allar hrakspár, sýndu mikinn karakter og baráttuvilja og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og það sem meira er þá þurftu þeir ekkert súrefni í leikslok eftir allan hasarinn. Flott frammistaða og verður áhugavert að fylgjast með HK í vetur en FH þarf að girða sig í brók ætli liðið að ná markmiðum sínum. HK-FH 28-28 (12-14) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7 (15/1), Sverrir Hermannsson 6 (13), Atli Ævar Ingólfsson 4 (5), Ragnar Hjaltested 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Hákon Bridde 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17/1 (55/3) 31%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 3, Valdimar, Ragnar, Hákon).Fiskuð víti: 1 (Atli).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 11/2 (14/3), Ólafur Guðmundsson 9 (14), Ólafur Gústafsson 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Guðmundur Pedersen 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 14/1 (52/1) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Bjarni 6, Ólafur Gúst., 2, Jón).Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Ásbjörn, Ólafur Gúst.)Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, ágætir en nokkuð mistækir á köflum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46 Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Það voru ekki margir sem áttu von á miklu frá HK-liðinu í kvöld gegn FH. HK með mikið breytt lið en FH að tefla fram gríðarsterku liði sem er spáð góðu gengi í vetur. Trú blaðamanns á eitthvað frá HK í leiknum fauk svo endanlega út um gluggann er hann mætti í Digranesið. Allt of margir leikmenn liðsins virkuðu í lélegu formi og að minnsta kosti fimm leikmenn liðsins voru með það sem í daglegu tali kallast einfaldlega bumba. HK-strákarnir sýndu samt í kvöld að menn með bumbur geta vel spilað handbolta og liðið er líklega ekki í eins lélegu formi og það lítur út fyrir að vera. HK fór samt ákaflega hægt að stað og lenti fljótlega nokkrum mörkum undir. FH spilaði hörkuvörn og Bjarni Fritzson raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann stakk þunga leikmenn HK af hvað eftir annað. Þá tók Gunnar leikhlé, róaði sína menn sem byrjuðu loks að spila handbolta og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þó svo þeir væru alltaf skrefi á eftir FH. Um miðjan síðari hálfleik komst HK síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum, 20-19, og mínturnar sem eftir lifðu voru æsispennandi. Liðin skiptust á hafa forystuna og bæði lið voru líkleg til að stela sigrinum. HK nýtti síðustu sóknina sína vel og Vilhelm Gauti Bergsveinsson jafnaði metin með stórglæsilegu marki þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 sem var sanngjörn niðurstaða. Frábær endurkoma hjá Vilhelm sem er nýbúinn að taka skóna fram á nýjan leik en þeir hafa safnað ryki í hillunni góðu í nokkur ár. Vilhelm virkaði oft þreyttur en barðist vel og skilaði sínu á báðum endum vallarins. FH-liðið olli miklum vonbrigðum í þessum leik. Liðið byrjaði af krafti en svo slökuðu leikmenn á og virtust ætla að taka leikinn með "vinstri" eins og oft er sagt. Það má ekki gegn baráttuglöðu liði HK. Bjarni Fritzson átti magnaðan leik hjá FH og virkar í fantaformi. Ólafur Guðmundsson var sterkur en nafni hans Gústafsson var slakur rétt eins og Ásbjörn. Pálmar varði vel í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik og munaði um minna. Valdimar Þórsson var magnaður í liði HK. Lengi í gang en óstöðvandi síðasta stundarfjórðunginn þar sem hann skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Það endaði allt í netinu hjá honum. Sveinbjörn magnaður í markinu og Sverrir Hermannsson gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik. Línumaðurinn Atli Ævar sýndi svo góða takta en þar fer greinilega sterkur leikmaður. Gunnar Magnússon getur verið ánægður með strákana sína sem blésu á allar hrakspár, sýndu mikinn karakter og baráttuvilja og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og það sem meira er þá þurftu þeir ekkert súrefni í leikslok eftir allan hasarinn. Flott frammistaða og verður áhugavert að fylgjast með HK í vetur en FH þarf að girða sig í brók ætli liðið að ná markmiðum sínum. HK-FH 28-28 (12-14) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7 (15/1), Sverrir Hermannsson 6 (13), Atli Ævar Ingólfsson 4 (5), Ragnar Hjaltested 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Hákon Bridde 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17/1 (55/3) 31%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 3, Valdimar, Ragnar, Hákon).Fiskuð víti: 1 (Atli).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 11/2 (14/3), Ólafur Guðmundsson 9 (14), Ólafur Gústafsson 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Guðmundur Pedersen 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 14/1 (52/1) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Bjarni 6, Ólafur Gúst., 2, Jón).Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Ásbjörn, Ólafur Gúst.)Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, ágætir en nokkuð mistækir á köflum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46 Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46
Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53