Umfjöllun: HK fór létt með meistarana Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. desember 2009 22:45 Haukarnir áttu erfitt uppdráttar á móti frábærum varnarleik HK í kvöld. Þetta er því táknræn mynd. Mynd/Valli Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn