Formúla 1

Schumacher keppir í meistaramóti ökumanna

Brautin í Bejing er tilbúinn fyrir kappakstur bestu ökumanna heims.
Brautin í Bejing er tilbúinn fyrir kappakstur bestu ökumanna heims. mynd: kappakstur.is
Michael Schumacher, Jenson Button og Sebastian Vettel verða meðal keppenda á meistaramóti ökumanna á Olympíuleikvanginum í Bejing í Kína á morgun.

Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst mósthaldið kl. 12.00 og stendur í þrjá tíma. Michael Schumacher og Sebastian Vettel unnu landsflokkin í fyrra, sem keppt er í á morgun. Á miðvikudag verður keppt í einstaklingsflokki, en þann flokk vann Sebastian Loeb á síðasta ári.

Átjan ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna og eru meistarar úr ýmsum mótaröðum meðal keppenda. Sigurvegari úr Dakar rallinu, rallmeistarar, mótorhjólameistarar og keppa ökumenn á mismunandi ökutækjum á samhliðabraut á leikvanginum sem búið er að malbika.

Þá verða ýmsir áhættuökumenn með skemmtiatriði á milli umferða í kappakstrinum.

Keppendur í mótinu eru eftirfarandi:

Michael Schumacher

Jenson Button

David Coulthard

Chad Reed

Mick Doohan

Marcus Gronholm

Miko Hirvonen

Yvan Muller

Chichert Guerlan

Sebastin Vettel

Emanuel Pirro

Clivio Piccone

Travis Pastrana

Ginile DeVilliers

Andy Pirlaux

Travis Pastana

Foust Tanner






Fleiri fréttir

Sjá meira


×