ESB-málum ýtt út af borðinu Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. mars 2009 00:01 Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun