Hamilton hlær í betri bíl 22. janúar 2009 06:22 Lewis Hamilton ók McLaren Mercedes bílnum eftir brautinni í Portimao í fyrsta skipti í gær. mynd: Kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira