Breiðablik bikarmeistari karla í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2009 13:00 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, býr sig undir að lyfta bikarnum. Mynd/Daníel Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor. Breiðabliksliðið var mun meira með boltann í leiknum en Framarar fengu þó fjögur mjög góð færi til þess að komast yfir í leiknum áður en Blikar komust í 1-0. Framarar vori fljótir að jafna metin aftur og það endurtók sig einnig þegar Blikar jöfnuðu aðeins fjórum mínútum eftir að Framliðið komst yfir í framlengingunni. Blikar virkuðu mjög stressaðir í upphafi leiks sem kristallaðist bæði í mörgum slökum sendingum en eins í tveimur varnarmistökum sem færðu Framliðinu tvö dauðafæri á fyrstu tíu mínútum leiksins. Í fyrra skiptið slapp Hjálmar Þórarinsson einn í gegn en hitti boltann illa og í seinna skiptið stal Heiðar Geir Júlíusson boltanum af Kára Ársælssyni en skaut framhjá úr opnu færi úr vítateignum. Eftir þessar taugatrekkjandi upphafsmínútur leiksins biðu bæði lið áttekta og lítið gerðist í leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Framarar biðu eftir að Blikar sæktu á þá en Kópavogspiltar voru enn að jafna sig eftir skrekkinn í upphafi leiksins. Blikar náðu síðan smám saman betri tökum á leiknum og spilið fór að ganga betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Bakverðirnir í liðinu voru nærri því búnir að búa til mark á 26. mínútu þegar Kristinn Jónsson komst í flott færi eftir sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Kristinn átti frábært hlaup inn í teiginn en missti boltann frá sér og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram náði að bjarga. Guðmundur Pétursson gerði varnarmönnum Framara lífið leitt allan hálfleikinn en tókst samt ekki að koma sér í alvöru færi. Besta skot Blikaliðsins átti Guðmund Kristjánsson þegar hann gabbaði varnarmiðjumenn Fram upp úr skónum fyrir framan teiginn og átti í framhaldinu fast skot sem fór yfir markið. Þrátt fyrir að Framliðið hafi lítið verið með í leiknum síðustu fimmtán mínútur hálfleiksins fengu þeir þó eitt hættulegt færi til viðbótar rétt fyrir hálfleik. Hjálmar Þórarinsson átti þá gott skot úr teignum eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni en Ingvar Þór Kale, markvörður Blika, varði frábærlega frá honum í horn. Framarar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og fjórða dauðafæri liðsins kom strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Heiðar Geir Júlíusson átti þá hörkuskot sem Ingvar Þór Kale hálfvarði í Blikamarkinu en í stað þess að skjóta eftir frákastið þá reyndi Ingvar Þór Ólason að gefa boltann fyrir markið og Blikar náðu að bjarga. Það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu fyrsta markið eftir frábæra sókn upp hægri vænginn. Kristinn Steindórsson spilaði Árna Kristinn Gunnarsson þá frían og Árni lék upp að endamörkum og átti sendingu fyrir markið. Guðmundur Pétursson missti af boltanum en Alfreð Finnbogason var á réttum stað og sendi boltann í autt markið. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var fljótur að breyta og gerði strax tvöfalda skiptingu. Paul McShane og Joe Tillen komu inn á og það þurfti ekki að bíða lengi eftir að McShane var búinn að leggja upp jöfnunarmarkið. Hornspyrna McShane fór beint á kollinn á Ingvari Þór Ólasyni á nærstönginni og Ingvar skallaði boltann laglega í markið. Eftir jöfnunarmark Framliðsins róaðist leikurinn aftur og síðust 18 mínútur leiksins voru frekar tíðindalitlar. Það var því fljótlega ljóst að leikurinn var að fara í framlengingu. Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, dæmdi síðan tvær vítaspyrnur í framlengingunni - eina á hvort lið. Fyrst braut Árni Kristinn Gunnarsson á Sam Tillen sem skoraði sjálfur af öryggi úr vítinu og fjórum mínútum síðar endurtók Blikinn Alfreð Finnbogason leikinn. Auðun Helgason braut þá á honum og Alfreð skoraði sjálfur af mikilli yfirvegun þegar hann sendi boltann ískalt í mitt markið. Vítakeppni varð síðan staðreynd og þar réðust úrslitin ekki fyrr en eftir tólf spyrnur. Paul McShane sendi þá Ingvar Þór Kale í vitlaust horn en skaut boltanum hinsvegar í slánna og bikarmeistaratitilinn var kominn í Kópavog. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Framarans Hjálmars Þórarinssonar og Hannes Þór Halldórsson svaraði því með því að verja víti Arnórs Aðalsteinssonar. Elfar Freyr Helgason skoraði síðan úr sjöttu spyrnu Blika, kom liðinu í 5-4 og setti alla pressuna á Paul McShane sem brást bogalistinn og skaut í slánna. Fram-Breiðablik 2-2 (4-5 í vítakeppni) 0-1 Alfreð Finnbogason (60.) 1-1 Ingvar Þór Ólason (72.) 1-2 Sam Tillen, víti (104.) 2-2 Alfreð Finnbogason, víti (108.) Vítakeppnin: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki skorar 0-1 Sam Tillen, Fram skorar 1-1 Guðmundur Pétursson, Breiðabliki skorar 1-2 Hjálmar Þórarinsson, Fram Ingvar ver Arnór Aðalsteinsson, Breiðabliki Hannes ver Guðmudnur Magnússon, Fram skorar 2-2 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki skorar 2-3 Ingvar Þór Ólafson, Fram skorar 3-3 Kári Ársælsson, Breiðabliki skorar 3-4 Joe Tillen, Fram skorar 4-4 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki skorar 4-5 Paul McShane, Fram skaut í slá 4-5 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4766 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 14-10 (7-5) Varin skot: Hannes 3 - Ingvar 5. Horn: 10-7 Aukaspyrnur fengnar: 20-14 Rangstöður: 3-2 Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson Jón Orri Ólafsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Heiðar Geir Júlíusson (69., Joseph Tillen) Halldór Hermann Jónsson Ingvar Þór Ólason Jón Guðni Fjóluson (69., Paul McShane) Almarr Ormarsson (105., Guðmundur Magnússon) Hjálmar Þórarinsson Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale Árni Kristinn Gunnarsson Elfar Freyr Helgason Kári Ársælsson Kristinn Jónsson (98. Arnór Sveinn Aðalsteinsson) Arnar Grétarsson (98. Andri Rafn Yeoman) Guðmundur Kristjánsson (105. Olgeir Sigurgeirsson) Finnur Orri Margeirsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson Kristinn Steindórsson Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor. Breiðabliksliðið var mun meira með boltann í leiknum en Framarar fengu þó fjögur mjög góð færi til þess að komast yfir í leiknum áður en Blikar komust í 1-0. Framarar vori fljótir að jafna metin aftur og það endurtók sig einnig þegar Blikar jöfnuðu aðeins fjórum mínútum eftir að Framliðið komst yfir í framlengingunni. Blikar virkuðu mjög stressaðir í upphafi leiks sem kristallaðist bæði í mörgum slökum sendingum en eins í tveimur varnarmistökum sem færðu Framliðinu tvö dauðafæri á fyrstu tíu mínútum leiksins. Í fyrra skiptið slapp Hjálmar Þórarinsson einn í gegn en hitti boltann illa og í seinna skiptið stal Heiðar Geir Júlíusson boltanum af Kára Ársælssyni en skaut framhjá úr opnu færi úr vítateignum. Eftir þessar taugatrekkjandi upphafsmínútur leiksins biðu bæði lið áttekta og lítið gerðist í leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Framarar biðu eftir að Blikar sæktu á þá en Kópavogspiltar voru enn að jafna sig eftir skrekkinn í upphafi leiksins. Blikar náðu síðan smám saman betri tökum á leiknum og spilið fór að ganga betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Bakverðirnir í liðinu voru nærri því búnir að búa til mark á 26. mínútu þegar Kristinn Jónsson komst í flott færi eftir sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Kristinn átti frábært hlaup inn í teiginn en missti boltann frá sér og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram náði að bjarga. Guðmundur Pétursson gerði varnarmönnum Framara lífið leitt allan hálfleikinn en tókst samt ekki að koma sér í alvöru færi. Besta skot Blikaliðsins átti Guðmund Kristjánsson þegar hann gabbaði varnarmiðjumenn Fram upp úr skónum fyrir framan teiginn og átti í framhaldinu fast skot sem fór yfir markið. Þrátt fyrir að Framliðið hafi lítið verið með í leiknum síðustu fimmtán mínútur hálfleiksins fengu þeir þó eitt hættulegt færi til viðbótar rétt fyrir hálfleik. Hjálmar Þórarinsson átti þá gott skot úr teignum eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni en Ingvar Þór Kale, markvörður Blika, varði frábærlega frá honum í horn. Framarar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og fjórða dauðafæri liðsins kom strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Heiðar Geir Júlíusson átti þá hörkuskot sem Ingvar Þór Kale hálfvarði í Blikamarkinu en í stað þess að skjóta eftir frákastið þá reyndi Ingvar Þór Ólason að gefa boltann fyrir markið og Blikar náðu að bjarga. Það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu fyrsta markið eftir frábæra sókn upp hægri vænginn. Kristinn Steindórsson spilaði Árna Kristinn Gunnarsson þá frían og Árni lék upp að endamörkum og átti sendingu fyrir markið. Guðmundur Pétursson missti af boltanum en Alfreð Finnbogason var á réttum stað og sendi boltann í autt markið. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var fljótur að breyta og gerði strax tvöfalda skiptingu. Paul McShane og Joe Tillen komu inn á og það þurfti ekki að bíða lengi eftir að McShane var búinn að leggja upp jöfnunarmarkið. Hornspyrna McShane fór beint á kollinn á Ingvari Þór Ólasyni á nærstönginni og Ingvar skallaði boltann laglega í markið. Eftir jöfnunarmark Framliðsins róaðist leikurinn aftur og síðust 18 mínútur leiksins voru frekar tíðindalitlar. Það var því fljótlega ljóst að leikurinn var að fara í framlengingu. Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, dæmdi síðan tvær vítaspyrnur í framlengingunni - eina á hvort lið. Fyrst braut Árni Kristinn Gunnarsson á Sam Tillen sem skoraði sjálfur af öryggi úr vítinu og fjórum mínútum síðar endurtók Blikinn Alfreð Finnbogason leikinn. Auðun Helgason braut þá á honum og Alfreð skoraði sjálfur af mikilli yfirvegun þegar hann sendi boltann ískalt í mitt markið. Vítakeppni varð síðan staðreynd og þar réðust úrslitin ekki fyrr en eftir tólf spyrnur. Paul McShane sendi þá Ingvar Þór Kale í vitlaust horn en skaut boltanum hinsvegar í slánna og bikarmeistaratitilinn var kominn í Kópavog. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Framarans Hjálmars Þórarinssonar og Hannes Þór Halldórsson svaraði því með því að verja víti Arnórs Aðalsteinssonar. Elfar Freyr Helgason skoraði síðan úr sjöttu spyrnu Blika, kom liðinu í 5-4 og setti alla pressuna á Paul McShane sem brást bogalistinn og skaut í slánna. Fram-Breiðablik 2-2 (4-5 í vítakeppni) 0-1 Alfreð Finnbogason (60.) 1-1 Ingvar Þór Ólason (72.) 1-2 Sam Tillen, víti (104.) 2-2 Alfreð Finnbogason, víti (108.) Vítakeppnin: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki skorar 0-1 Sam Tillen, Fram skorar 1-1 Guðmundur Pétursson, Breiðabliki skorar 1-2 Hjálmar Þórarinsson, Fram Ingvar ver Arnór Aðalsteinsson, Breiðabliki Hannes ver Guðmudnur Magnússon, Fram skorar 2-2 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki skorar 2-3 Ingvar Þór Ólafson, Fram skorar 3-3 Kári Ársælsson, Breiðabliki skorar 3-4 Joe Tillen, Fram skorar 4-4 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki skorar 4-5 Paul McShane, Fram skaut í slá 4-5 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4766 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 14-10 (7-5) Varin skot: Hannes 3 - Ingvar 5. Horn: 10-7 Aukaspyrnur fengnar: 20-14 Rangstöður: 3-2 Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson Jón Orri Ólafsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Heiðar Geir Júlíusson (69., Joseph Tillen) Halldór Hermann Jónsson Ingvar Þór Ólason Jón Guðni Fjóluson (69., Paul McShane) Almarr Ormarsson (105., Guðmundur Magnússon) Hjálmar Þórarinsson Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale Árni Kristinn Gunnarsson Elfar Freyr Helgason Kári Ársælsson Kristinn Jónsson (98. Arnór Sveinn Aðalsteinsson) Arnar Grétarsson (98. Andri Rafn Yeoman) Guðmundur Kristjánsson (105. Olgeir Sigurgeirsson) Finnur Orri Margeirsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson Kristinn Steindórsson
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira