Button feginn að keppa án taugaspennu 30. október 2009 08:04 Mannvirkin á Formúlu 1 brautinni í Abu Dhabi minn á geimstöð. Mynd: Getty Images Jenson Button segist ætla njóta þess að keppa á nýrri kappakstursbraut í Abi Dhabi, en mannvirkin þar minna meira á geimstöð en Formúlu 1 braut, svo framúrstefnuleg er hönnunin. "Það er orðið langt síðan ég hef stigið um borð í Formúlu 1 bíl án þess að vera stressaður útaf meistarabaráttunni og það verður kærkomið að geta keppt án þess að finna fyrir því á götum Abu Dhabi", sagði Button. Hann mun aka 5.5 km brautina í dag á tveimur æfingum keppnisliða á braut sem engin ökumaður hefur áður prófað. Samanburðurinn á milli manna verður því fróðlegur. "Það verður sérstök tilfinning að aka með hjálm sem á stendur að ég sé heimsmeistarari. Það hefur verið mikil pressa að keppa um titilinn og þar sem hann er í mínum höndum nú þegar, þá get ég notið þess út í ystu æsar að keyra af kappi", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button segist ætla njóta þess að keppa á nýrri kappakstursbraut í Abi Dhabi, en mannvirkin þar minna meira á geimstöð en Formúlu 1 braut, svo framúrstefnuleg er hönnunin. "Það er orðið langt síðan ég hef stigið um borð í Formúlu 1 bíl án þess að vera stressaður útaf meistarabaráttunni og það verður kærkomið að geta keppt án þess að finna fyrir því á götum Abu Dhabi", sagði Button. Hann mun aka 5.5 km brautina í dag á tveimur æfingum keppnisliða á braut sem engin ökumaður hefur áður prófað. Samanburðurinn á milli manna verður því fróðlegur. "Það verður sérstök tilfinning að aka með hjálm sem á stendur að ég sé heimsmeistarari. Það hefur verið mikil pressa að keppa um titilinn og þar sem hann er í mínum höndum nú þegar, þá get ég notið þess út í ystu æsar að keyra af kappi", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira