Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins 3. apríl 2009 08:11 Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna. Mynd: Getty Images Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira