Hvatning til þjóðarinnar Bjarni Benediktsson skrifar 31. desember 2009 06:00 Viðburðaríkt ár er senn á enda. Þrátt fyrir miklar sviptingar á flestum sviðum hefur lítið þokast og fátt áunnist. Íslenska þjóðin stendur að mestu frammi fyrir sömu vandamálunum og hún gerði í upphafi árs. Íslendingar eiga þó alla möguleika á að vinna sig út úr efnahagskreppunni á farsælan hátt. Til þess þarf skýr leiðarljós, samráð og samstöðu um grundvallarákvarðanir, því sagan sýnir að þegar íslenska þjóðin stendur saman vegnar henni vel. Stefna stjórnvalda undanfarna tvo áratugi um eflingu menntunar skiptir miklu við þessar aðstæður og vegna auðlinda okkar og sterkra innviða erum við í öfundsverðri stöðu í flestu tilliti samanborið við aðrar þjóðir. Nú skiptir öllu að stjórnvöld beiti hvetjandi aðgerðum til að blása þjóðinni kjark í brjóst og tiltrú á framtíðarmöguleika okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á líðandi ári munu á hinn bóginn hafa letjandi áhrif, því hærri skattar og þyngri álögur draga úr frumkvæði og lama sköpunarkraft. Sú hætta steðjar að okkur að þjóðin missi móðinn, hætti að trúa á að hún geti sigrast á erfiðleikunum. Slíkt vonleysi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Nú þarf að örva atvinnulífið, en ekki brjóta það niður. Nýta verður auðlindirnar til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar, í þjónustu, iðnaði og á öðrum sviðum. Heimilin í landinu verða einnig að fá svör við því hvernig bregðast á við skuldavanda þeirra. Meðan á þeim svörum stendur aukast líkur á að ungar fjölskyldur, sem ástandið bitnar hvað verst á, missi móðinn. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum eytt öllum sínum kröftum í að fá Icesave-málið samþykkt á Alþingi. Þeir samningar sem liggja málinu til grundvallar fela í sér mestu mistök íslenskrar ríkisstjórnar í áraraðir. Niðurstaða málsins gengur gegn hagsmunum Íslendinga en tekur þess í stað mið af þeim kröfum og skilmálum sem viðsemjendur okkar hafa þvingað fram og ríkisstjórnin gefið eftir. Það er því ekki ofmælt að segja ríkisstjórnina hafa brugðist hagsmunagæsluhlutverki sínu fyrir almenning. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa við landsstjórnina mun það verða fyrsta verk okkar að leita allra leiða til þess að rétta hlut íslensku þjóðarinnar sem hefur svo illilega verið fyrir borð borinn. Það er skylda okkar gagnvart framtíðarkynslóðum þessa lands og undan henni munum við ekki hlaupast. Sagan geymir mörg dæmi um meiri erfiðleika en þá sem við fáumst nú við og við Íslendingar höfum sigrast farsællega á. Af sögunni má bæði draga lærdóm og sækja kjark og baráttuþrek. Það er einnig mikilvægt að við nýtum reynslu annarra þjóða, þeirra sem best hefur tekist að vinna sig út úr áföllum. Brýnt er að að byrja á að ávinna sér traust og trúverðugleika þegna sinna með aðgerðum sem samstaða hefur verið um. Það er best gert með skýrri framtíðarstefnu, aðgerðaráætlun og ítarlegri greiningu á vandanum sem við blasir. Mikilvægt er að leggja kapp á að lágmarka atvinnuleysi og nýta þekkingu og þann mannauð sem í fólkinu býr, m.a. með því að byggja upp hugvit og verkvit í atvinnulífi og menntakerfi. Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri, forðast óþarfa skuldsetningu og sagt sóun stríð á hendur. Nauðsynlegt er einnig að nýta til hins ýtrasta tækifæri til uppbyggingar, á þeim grunnstoðum atvinnulífsins sem fyrir eru, sem og á vettvangi nýsköpunar. Af þessari reynslu eigum við Íslendingar að læra, nýta okkur mun betur en gert hefur verið og snúa af þeirri braut sem ríkisstjórnin er lögð af stað eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á uppbyggingu og framfarir á þessum forsendum. Á næstu vikum mun rannsóknarnefnd Alþingis kynna niðurstöður sínar. Þær þarf að taka alvarlega, ræða af yfirvegun og nýta á uppbyggilegan hátt meðal annars með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Af þeim þurfum við að læra og á grundvelli þeirra meta hvernig endurskipuleggja beri stjórn- og eftirlitskerfi með það að markmiði að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Lánist okkur það munum við standa sterkari eftir. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Viðburðaríkt ár er senn á enda. Þrátt fyrir miklar sviptingar á flestum sviðum hefur lítið þokast og fátt áunnist. Íslenska þjóðin stendur að mestu frammi fyrir sömu vandamálunum og hún gerði í upphafi árs. Íslendingar eiga þó alla möguleika á að vinna sig út úr efnahagskreppunni á farsælan hátt. Til þess þarf skýr leiðarljós, samráð og samstöðu um grundvallarákvarðanir, því sagan sýnir að þegar íslenska þjóðin stendur saman vegnar henni vel. Stefna stjórnvalda undanfarna tvo áratugi um eflingu menntunar skiptir miklu við þessar aðstæður og vegna auðlinda okkar og sterkra innviða erum við í öfundsverðri stöðu í flestu tilliti samanborið við aðrar þjóðir. Nú skiptir öllu að stjórnvöld beiti hvetjandi aðgerðum til að blása þjóðinni kjark í brjóst og tiltrú á framtíðarmöguleika okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á líðandi ári munu á hinn bóginn hafa letjandi áhrif, því hærri skattar og þyngri álögur draga úr frumkvæði og lama sköpunarkraft. Sú hætta steðjar að okkur að þjóðin missi móðinn, hætti að trúa á að hún geti sigrast á erfiðleikunum. Slíkt vonleysi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Nú þarf að örva atvinnulífið, en ekki brjóta það niður. Nýta verður auðlindirnar til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar, í þjónustu, iðnaði og á öðrum sviðum. Heimilin í landinu verða einnig að fá svör við því hvernig bregðast á við skuldavanda þeirra. Meðan á þeim svörum stendur aukast líkur á að ungar fjölskyldur, sem ástandið bitnar hvað verst á, missi móðinn. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum eytt öllum sínum kröftum í að fá Icesave-málið samþykkt á Alþingi. Þeir samningar sem liggja málinu til grundvallar fela í sér mestu mistök íslenskrar ríkisstjórnar í áraraðir. Niðurstaða málsins gengur gegn hagsmunum Íslendinga en tekur þess í stað mið af þeim kröfum og skilmálum sem viðsemjendur okkar hafa þvingað fram og ríkisstjórnin gefið eftir. Það er því ekki ofmælt að segja ríkisstjórnina hafa brugðist hagsmunagæsluhlutverki sínu fyrir almenning. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa við landsstjórnina mun það verða fyrsta verk okkar að leita allra leiða til þess að rétta hlut íslensku þjóðarinnar sem hefur svo illilega verið fyrir borð borinn. Það er skylda okkar gagnvart framtíðarkynslóðum þessa lands og undan henni munum við ekki hlaupast. Sagan geymir mörg dæmi um meiri erfiðleika en þá sem við fáumst nú við og við Íslendingar höfum sigrast farsællega á. Af sögunni má bæði draga lærdóm og sækja kjark og baráttuþrek. Það er einnig mikilvægt að við nýtum reynslu annarra þjóða, þeirra sem best hefur tekist að vinna sig út úr áföllum. Brýnt er að að byrja á að ávinna sér traust og trúverðugleika þegna sinna með aðgerðum sem samstaða hefur verið um. Það er best gert með skýrri framtíðarstefnu, aðgerðaráætlun og ítarlegri greiningu á vandanum sem við blasir. Mikilvægt er að leggja kapp á að lágmarka atvinnuleysi og nýta þekkingu og þann mannauð sem í fólkinu býr, m.a. með því að byggja upp hugvit og verkvit í atvinnulífi og menntakerfi. Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri, forðast óþarfa skuldsetningu og sagt sóun stríð á hendur. Nauðsynlegt er einnig að nýta til hins ýtrasta tækifæri til uppbyggingar, á þeim grunnstoðum atvinnulífsins sem fyrir eru, sem og á vettvangi nýsköpunar. Af þessari reynslu eigum við Íslendingar að læra, nýta okkur mun betur en gert hefur verið og snúa af þeirri braut sem ríkisstjórnin er lögð af stað eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á uppbyggingu og framfarir á þessum forsendum. Á næstu vikum mun rannsóknarnefnd Alþingis kynna niðurstöður sínar. Þær þarf að taka alvarlega, ræða af yfirvegun og nýta á uppbyggilegan hátt meðal annars með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Af þeim þurfum við að læra og á grundvelli þeirra meta hvernig endurskipuleggja beri stjórn- og eftirlitskerfi með það að markmiði að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Lánist okkur það munum við standa sterkari eftir. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar