Button hefur áhyggjur af gangi mála 28. júlí 2009 08:29 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Michibata. mynd: kappakstur.is Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins
Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira