Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 22:17 Emil í leik Íslands og Hollands. Mynd/Getty Images Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil. Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil.
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira