Fótbolti

Kaka: Við erum peninganna virði

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kaka.
Kaka. Nordic photos/Getty images

Brasilíumaðurinn Kaka sem kom til Real Madrid á 56 milljónir punda segir ekkert athugavert við eyðslu spænska félagsins í sumar og telur alls ekkert óeðlilegt við kaupverðið á sér og Ronaldo, sem Madridingar keyptu fyrir metfé eða 80 milljónir punda.

Real Madrid hefur eytt um það bil 180 milljónum punda í að fá Kaka, Ronaldo, Benzema og Albiol í sumar.

„Ástæðan fyrir því að Real Madrid borgaði svona mikið fyrir okkur er náttúrulega vegna þess að við erum peninganna virði, er það ekki? Verðmiðinn er tilkominn vegna þess sem við erum búnir að vera að gera á vellinum síðustu ár. Í sannleika sagt er ég mjög ánægður með hvað Real Madrid borgaði mikið til þess að fá mig til félagsins.

Ég finn ekki fyrir pressu heldur ábyrgð og kaupverðið mun alls ekki hafa neikvæð áhrif á mig heldur jákvæð. Þetta verður til þess að hvetja mig áfram enn frekar," segir Kaka í samtali við Marca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×