Miklar breytingar á Formúlu 1 5. mars 2009 13:51 Luca Montezemolo forseti Ferrari tjáir sig um breytingarnar sem hann vill sjá á Formúlu 1 á næstunni. Mynd: AFP Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið
Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira