Hátæknisjúkrahús 19. janúar 2009 04:00 Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun