Embla Grétarsdóttir hefur tilkynnt forráðamönnum KR að hún sé hætt að spila með liðinu.
Þetta kom fram á heimasíðu KR seint í gærkvöldi en þar er einnig fullyrt að ekki sé ljóst með hvaða félagi hún muni læka næst.
Alls lék hún 241 leik með meistaraflokki KR, nú síðast í Lengjubikar kvenna á sunnudaginn. Alls á hún að baki 135 leiki í efstu deild með KR og hefur hún skoraði í þeim þrettán mörk. Hún hefur leikið tíu A-landsleiki á ferlinum.