Sigfús: Súrt að safna silfrum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. maí 2009 22:48 Sigfús Sigurðsson huggar félaga sinn í kvöld. Mynd/Anton Sigfús Sigurðsson hefur ekki lagt það í vana sinn að fela tilfinningar sínar og á því var enginn breyting eftir ósigur Vals gegn Haukum í kvöld. „Þetta er mjög svekkjandi. Við ætluðum að vinna þetta og fara með þetta í oddaleik en það lá ekki fyrir okkur í dag. Þeir voru skrefinu á undan okkur allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Ég óska þeim til hamingju með það," sagði Sigfús eftir leikinn. „Við lendum tvisvar fjórum mörkum undir í fyrri hálfeik og komum til baka en náum ekki að yfirstíga það og jafna og komast yfir. Þá verður maður bara að bíta í súra eplið og fá silfur." Sigfús gefur lítið fyrir þær afsakanir að það vanti nokkra lykilmenn í lið Vals og segir þá sem spila eiga að fylla skörð þeirra sem vantar. „Það skiptir ekki máli hvort menn eru heilir eða meiddir. Ef menn eru í standi sem eru að spila þá eigum við að klára þetta en við gerðum það ekki. Þeir voru bara betri en við í kvöld." Hægra hné Sigfúsar hefur angrað hann í vetur og nú hugsar hann um að ná sér heilum áður en ákvörðun verður fyrir næsta tímabil. „Nú er bara að sjá hvað gerist með hnéð. Það er bara bull að ég sé á leiðinni út aftur. Það yrði eitthvað mikið að gerast. Nú er stefnan að koma hnénu í lag og spila áfram og sjá hvar ég stend þegar undirbúningurinn byrjar. Ef hnéð verður í lagi þá verð ég með. Ef það er ekki í lagi þá verðum við að bíða og sjá hvort það kemst í lag," sagði Sigfús í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Sigfús Sigurðsson hefur ekki lagt það í vana sinn að fela tilfinningar sínar og á því var enginn breyting eftir ósigur Vals gegn Haukum í kvöld. „Þetta er mjög svekkjandi. Við ætluðum að vinna þetta og fara með þetta í oddaleik en það lá ekki fyrir okkur í dag. Þeir voru skrefinu á undan okkur allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Ég óska þeim til hamingju með það," sagði Sigfús eftir leikinn. „Við lendum tvisvar fjórum mörkum undir í fyrri hálfeik og komum til baka en náum ekki að yfirstíga það og jafna og komast yfir. Þá verður maður bara að bíta í súra eplið og fá silfur." Sigfús gefur lítið fyrir þær afsakanir að það vanti nokkra lykilmenn í lið Vals og segir þá sem spila eiga að fylla skörð þeirra sem vantar. „Það skiptir ekki máli hvort menn eru heilir eða meiddir. Ef menn eru í standi sem eru að spila þá eigum við að klára þetta en við gerðum það ekki. Þeir voru bara betri en við í kvöld." Hægra hné Sigfúsar hefur angrað hann í vetur og nú hugsar hann um að ná sér heilum áður en ákvörðun verður fyrir næsta tímabil. „Nú er bara að sjá hvað gerist með hnéð. Það er bara bull að ég sé á leiðinni út aftur. Það yrði eitthvað mikið að gerast. Nú er stefnan að koma hnénu í lag og spila áfram og sjá hvar ég stend þegar undirbúningurinn byrjar. Ef hnéð verður í lagi þá verð ég með. Ef það er ekki í lagi þá verðum við að bíða og sjá hvort það kemst í lag," sagði Sigfús í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira