Framtíðin byggist á lýðræði 22. desember 2009 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar