Á blaðamannafundi á morgun mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson kynna þá 22 leikmenn sem verða í landsliðshópnum fyrir Evrópumótið í Finnlandi sem hefst síðar í þessum mánuði.
Sami hópur tekur þátt í leik gegn Serbíu í undankeppni HM 2011 en sá leikur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst og hefst kl. 14:00.
Það verður því nóg að gerast í höfuðstöðvum KSÍ á morgun því klukkan 12 verður dregið í undanúrslit VISA-bikarsins og svo klukkan 12:45 verður landsliðshópurinn kynntur hjá kvennalandsliðinu.
Finnlandshópurinn kynntur á morgun
