Deilt á ævilangt bann Briatore 22. september 2009 10:24 Max Mosley svarar spurningum fréttamanna eftir dóminn í svindlmálinu frá Singapúr í fyrra. Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira