Umhverfismál og neytendamál Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun