Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 20:17 Naysmith fagnar marki sínu á Laugardalsvellinum árið 2002. Mynd/Getty Images Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira