Með lögum skal land byggja Jón Gunnarsson skrifar 29. júlí 2009 06:00 Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar