Handbolti

Stórleikur í Safamýrinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Drengsson Framari og Einar Örn Jónsson verða í eldlínunni í kvöld.
Guðjón Drengsson Framari og Einar Örn Jónsson verða í eldlínunni í kvöld. Mynd/Anton

Það er sannkallaður stórleikur í Safamýrinni í kvöld þegar Framarar taka á móti Haukum í N1-deild karla.

Haukar sitja á toppnum með 24 stig en Framarar sitja í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig.

Fram var á toppnum um áramótin en það hefur hallað undan fæti eftir áramót enda hefur liðið tapað þrem leikjum á nýju ári, gert eitt jafntefli og aðeins sigrað einn.

Haukarnir hafa hins vegar verið á miklu flugi og þeir rasskelltu Framara í síðustu viðureign liðanna, 20-30, sem fram fór í lok janúar.

„Það verður ekkert svoleiðis upp á teningnum í kvöld. Ég get lofað því," sagði hinn knái hornamaður Framara, Guðjón Finnur Drengsson.

„Ég veit ekki alveg hvað er búið að vera í gangi hjá okkur. Stemningin er samt fín og menn ákveðnir að rétta gengið við. Þetta er alls ekki búið og með sigri í kvöld hleypum við þessu upp. Við ætlum okkur líka sigur," sagði Guðjón.

Leikir kvöldsins í N1-deildinni:

Fram-Haukar

FH-Stjarnan

Valur-Víkingur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×