Formúla 1

Dýrasta Formúlu 1 brautin frumsýnd

Formúlu 1 brautin í Abu Dhabi er mikið mannvirki og heimamenn stoltur af framlagi sínu.
Formúlu 1 brautin í Abu Dhabi er mikið mannvirki og heimamenn stoltur af framlagi sínu. mynd: kappakstur.is

Nýja Formúlu 1 brautin í Abu Dhabi verður tekin í notkun í lok mánaðarins og verður án vafa glæsilegasta og dýrasta braut sem smíðuið hefur verið.

Brautin sem er liðlega 5.5 km löng er við Yas höfnina og allt hefur verið hannað og byggt frá grunni eftir teikningum þjóðverjands Hermann Tikle. Yfir 40.000 manns hafa komið nállægt gerð brautarinnar og annarra mannvirkja sem henni fylgja. Hámarkshraði verður um 320 km á klukkustund.

Mótshaldið í Abu Dhabi er það annað á árinu í Mið-Austurlöndum, en einnig var keppt í Bahrain í upphafi ársins. Mótið þar verður fyrsta mót næsta árs, en lokamótið verður í Abu Dhabi á ný.

Framandleg mannvirkin hafa vakið hrifningu í Abu Dhabi og er ætlun manna að slá út Mónakó með glæsilegri umgjörð. Til að krytta mótshaldið mun söngkonan Beyonce og hljómsveitin Aerosmith troða upp á mótshelginni.

Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×