Landsbankinn hjálpar deCode 22. janúar 2009 03:15 DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leyst úr skammtímavanda með sölu á safni skuldabréfa. Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira