Opið bréf til Jóns Bjarnasonar Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar