Formúla 1

Mercedes keypti Brawn og ræður Rosberg

Útlit Mercedes bílsins á næsta ári.
Útlit Mercedes bílsins á næsta ári. mynd: kappakstur.is

Mercedes bílaframleiðandinn hefur keypt Brawn liðið og ráðið Þjóðverjann Nico Rosberg sem ökumann liðsins. Mercedes er í viðræðum við Nick Heidfeld og Jenson Button um hitt sæti liðsins.

Mercedes keypti 75% hlut í Brawn liðinu, en Ross Brawn á enn 25%. Hann verður áfram framkvæmdarstjóri liðsins, sem varð meistari í keppni ökumanna eða bílasmiða í ár.

Tilkynning Mercedes er þvert ofan í það sem hefur verið að gerast hjá öðrum bílaframleiðendumm, en Honda, BMW og Toyota hafa öll hætt. Mercedes mun selja hlut sinn í McLaren, en sjá liðinu fyrir vélum til ársins 2015.

Sjá meira um málið










Fleiri fréttir

Sjá meira


×