Freyr: Við pökkuðum þeim saman Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 17:18 Gary Wake óskar Frey til hamingju með sigurinn í leikslok. Mynd/Valli Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Freyr var kampakátur eftir leik. „Ég er alveg í skýjunum! Það var spennuþrungið að fara í framlenginguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni," sagði Freyr. En eftir jafnræðið í venjulegum leiktíma, hvernig stendur á því að Valsliðið hafði þessa yfirburði í framlengingunni? „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég held að það sé alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring. Þetta var í járnum í venjulegum leiktíma," sagði Freyr. Laufey Ólafsdóttir átti frábæran leik fyrir Val eftir að hafa komið inn sem varamaður og var besti leikmaður liðsins ásamt markverðinum Maríu Björg Ágústsdóttur. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni," sagði Freyr. Valsliðið fær ekki langan tíma til að fagna þessum bikarmeistaratitli þar sem framundan er síðari Evrópuleikurinn gegn Torres Calcio á miðvikudag. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa tapað útileiknum 4-1. „Við ætlum okkur að vinna 3-0. Við hvílum okkur á morgun svo hefst undirbúningurinn og við ætlum að pakka þeim saman á miðvikudag," sagði hinn geðþekki Freyr Alexandersson.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira