Sigursteinn Gíslason: Besti kækur sem þú færð er að vinna Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:36 Fréttablaðið/Arnþór Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18