Íslenski boltinn

Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. Mynd/Anton
Tveir heitustu þjálfarar landsins í dag; Heimir Hallgrímsson, þjálfari toppliðs ÍBV í Pepsi-deild karla og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, spáðu í bikarúrslitaleik FH og KR á netmiðlinum fótbolta.net í dag.

Báðir spá þeir að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni en liðin hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu.

„Ég spái því að þetta fari 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Atli Viðar Björnsson skorar fyrir FH og Björgólfur Takefusa fyrir KR. Ég held samt að Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson) verði örlagavaldur í vítakeppninni og FH vinni, hann er öflugur vítabani," sagði Eyjólfur í viðtalinu við fótbolta.net sem má finna hér.

„Það er alveg ómögulegt að spá en við skulum segja að FH-ingar vinni þetta í vítaspyrnukeppni.Þessi lið virka bara mjög solid núna. Ég held þó að FH taki þetta í vítaspyrnukeppni eða í lok framlengingar," sagði Heimir í viðtalinu við fótbolta.net sem má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×