Schumacher og Mercedes vex ásmeginn 27. október 2010 15:13 Michael Schumacher hefur þótt snjall í rigningu og náði fjórða sæti á Mercedes í Suður Kóreu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram. Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram.
Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira