Öllum fimm leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna er lokið. Valsstúlkur eru áfram á toppnum en Breiðablik fylgir fast á eftir.
Valsstúlkur unnu Grindavík á Suðurnesjunum þar sem Björk Gunnarsdóttir skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri.
Breiðablik lenti undir gegn Haukum á heimavelli en skoraði svo fjögur mörk og vann örugglega, 4-1.
Þá vann Afturelding lið Fylkis 2-1 og Stjarnan burstaði FH, 1-5 í Kaplakrika.
Fyrr í kvöld vann Þór/KA svo 4-0 sigur á KR.