Íslenski boltinn

Grani tryggði HK sigur á Akranesi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jónas Grani Garðarsson.
Jónas Grani Garðarsson.

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Húsvíkingurinn Jónas Grani Garðarsson var hetja HK er liðið byrjaði mótið með sigri á ÍA á Akranesi.

Grótta lék sinn fyrsta leik í 1. deild og tapaði gegn ÍR. Leiknir byrjaði mótið vel með sigri á Njarðvík á Ghetto Ground.

KA sótti svo góðan sigur í Laugardalinn gegn Þrótti.

Úrslit dagsins:

ÍA 1-2 HK

1-0 Einar Logi Einarsson ('41), 1-1 Atli Valsson ('58) , 1-2 Jónas Grani Garðarsson ('80)

Leiknir 2-0 Njarðvík

1-0 Kjartan Andri Baldvinsson ('59), 2-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('62)

Þróttur 1-2 KA:

0-1 (sjálfsmark) ('57) , 1-1 Hörður Bjarnason ('74), 1-2 Haukur Hinriksson ('83)

Grótta 1-2 ÍR

0-1 Kristján Ari Halldórsson, 1-1 (Sjálfsmark), 1-2 Árni Freyr Guðnason

Rautt spjald: Hrafn Jónsson, Grótta og Ágúst Bjarni Garðarsson, ÍR

Upplýsingar um markaskorara fengnir frá fótbolti.net






Fleiri fréttir

Sjá meira


×