Engin brögð í tafli eftir óhapp 28. júní 2010 10:43 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í upphafi mótsins í Valencia í gær. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons. Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons.
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira