Fyrrum meistarar spá Webber titlinum 19. maí 2010 09:41 Efstu menn stigamótins hittu Jack Brabham á fyrsta móti ársins í Barein. Mark Webber, Brabham og Vettel stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Getty Images Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt. Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt.
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira