Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2010 21:09 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira