Webber: Red Bull þarf að gera betur 30. apríl 2010 10:10 Mark Webber íbyggin á svip þegar hann tók þátt í mótinu í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull. Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull.
Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira