Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri 20. september 2010 15:02 Lewis Hamilton vann flóðlýsta mótið í Singapúr í fyrra á McLaren og sést hér á æfingunni fyrir keppnina í rökkrinu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira