Button sæll með McLaren sigur 28. mars 2010 14:09 Jessica Mishibata, kærasta Jenson Button fagnaði honum í Melbourne í morgun eftir sigurinn. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button. Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button.
Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira