Meiri verðbólga, meira kaupmáttarhrun 7. júlí 2010 05:00 Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun