Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. maí 2010 05:15 Magnús Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson. Eigendur og stjórnendur Gnúps ólu með sér stóra drauma áður en fjármálakreppan skall á af fullum þunga.Markaðurinn/Hari Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. Gnúpur var stofnað í október 2006 upp úr sölu þeirra Kristins Björnssonar og útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar á tæpum fjórðungshlut í Straumi-Burðarási. Kaupandinn var FL Group, sem reiddi fram 47 milljarða króna með hlutabréfum upp á 35 milljarða króna í FL Group og tólf milljarða króna í Kaupþingi. Fjölskylda Kristins átti 44 prósenta hlut á móti jafn stórum hlut Magnúsar, konu hans og bróður. Afgang átti Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Gnúps. Líkt og greint er frá í rannsóknarskýrslu Alþingis fólst fjárfestingarstefna Gnúps í viðskiptum með eigið fé í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum bæði hér og erlendis. Grunnur félagsins lá í hlutabréfaeign í FL Group og Kaupþingi. Fram kemur í skýrslunni að eigið fé Gnúps var 31 milljarður króna í október 2006. Skuldir félagsins, eigenda og vegna framvirkra samninga námu rúmum áttatíu milljörðum króna og Gnúpur því einn af stærstu skuldurum íslenska bankakerfisins. Meðbyr var með Gnúpi í fyrstu. Líkt og kunnugt er festi félagið sér næstefstu hæðina í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík. Einhverjir starfsmenn munu hafa verið ráðnir til starfa enda stefnan að stofna fjárfestingarbanka svipuðum Straumi. Fjármálakreppan setti hins vegar skarð í þær áætlanir og í desember 2007, rúmu ári eftir stofnun félagsins, var það komið í greiðsluerfiðleika. Lánardrottnar, íslensku viðskiptabankarnir þrír, sáu hvert stefndi enda ljóst að fall Gnúps myndi hafa keðjuverkandi áhrif á gengi hlutabréfa þeirra fjármálafyrirtækja sem félagið átti í og gengi skuldabréfa sem peningamarkaðssjóðir bankanna höfðu keypt. Stjórnendur bankanna sneru því hljóðlega bökum saman til að forða því að spilaborgin færi af stað. Kaupþing lánaði fjárfestingarfélaginu Gift tuttugu milljarða króna til að kaupa hlutafjáreign félagsins í Kaupþingi en Fons og Baugur keyptu hlutinn í FL Group. Baugur var þá með stærstu eigendum félagsins, sem aftur átti þriðjung í Glitni. Í byrjun janúar 2007 sömdu bankarnir um að taka þær eignir sem þeir áttu veð í hjá Gnúpi með um helmingsafslætti en beittu sér ekki fyrir gjaldþrotaskiptum. Þeir sem til þekktu innan fjármálageirans sáu hvert stefndi, losuðu um eignir sínar í kjölfarið, svo sem í peningamarkaðssjóðum bankanna, og komu þeim í skjól. Uppgjör þess sem eftir lifði af Gnúpi lenti í fyrstu í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir að þeir tóku við sem formenn skilanefnda Landsbankans og Kaupþings lenti félagið í höndum skilanefndar Glitnis og hefur verið þar síðan. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. Gnúpur var stofnað í október 2006 upp úr sölu þeirra Kristins Björnssonar og útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar á tæpum fjórðungshlut í Straumi-Burðarási. Kaupandinn var FL Group, sem reiddi fram 47 milljarða króna með hlutabréfum upp á 35 milljarða króna í FL Group og tólf milljarða króna í Kaupþingi. Fjölskylda Kristins átti 44 prósenta hlut á móti jafn stórum hlut Magnúsar, konu hans og bróður. Afgang átti Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Gnúps. Líkt og greint er frá í rannsóknarskýrslu Alþingis fólst fjárfestingarstefna Gnúps í viðskiptum með eigið fé í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum bæði hér og erlendis. Grunnur félagsins lá í hlutabréfaeign í FL Group og Kaupþingi. Fram kemur í skýrslunni að eigið fé Gnúps var 31 milljarður króna í október 2006. Skuldir félagsins, eigenda og vegna framvirkra samninga námu rúmum áttatíu milljörðum króna og Gnúpur því einn af stærstu skuldurum íslenska bankakerfisins. Meðbyr var með Gnúpi í fyrstu. Líkt og kunnugt er festi félagið sér næstefstu hæðina í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík. Einhverjir starfsmenn munu hafa verið ráðnir til starfa enda stefnan að stofna fjárfestingarbanka svipuðum Straumi. Fjármálakreppan setti hins vegar skarð í þær áætlanir og í desember 2007, rúmu ári eftir stofnun félagsins, var það komið í greiðsluerfiðleika. Lánardrottnar, íslensku viðskiptabankarnir þrír, sáu hvert stefndi enda ljóst að fall Gnúps myndi hafa keðjuverkandi áhrif á gengi hlutabréfa þeirra fjármálafyrirtækja sem félagið átti í og gengi skuldabréfa sem peningamarkaðssjóðir bankanna höfðu keypt. Stjórnendur bankanna sneru því hljóðlega bökum saman til að forða því að spilaborgin færi af stað. Kaupþing lánaði fjárfestingarfélaginu Gift tuttugu milljarða króna til að kaupa hlutafjáreign félagsins í Kaupþingi en Fons og Baugur keyptu hlutinn í FL Group. Baugur var þá með stærstu eigendum félagsins, sem aftur átti þriðjung í Glitni. Í byrjun janúar 2007 sömdu bankarnir um að taka þær eignir sem þeir áttu veð í hjá Gnúpi með um helmingsafslætti en beittu sér ekki fyrir gjaldþrotaskiptum. Þeir sem til þekktu innan fjármálageirans sáu hvert stefndi, losuðu um eignir sínar í kjölfarið, svo sem í peningamarkaðssjóðum bankanna, og komu þeim í skjól. Uppgjör þess sem eftir lifði af Gnúpi lenti í fyrstu í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir að þeir tóku við sem formenn skilanefnda Landsbankans og Kaupþings lenti félagið í höndum skilanefndar Glitnis og hefur verið þar síðan.
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira