Freyr: Valur er Rosenborg Íslands Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. september 2010 07:30 Valsstúlkur fagna titlinum. Mynd/HÞH Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Þær létu ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og völtuðu yfir Aftureldingu. Eftir að hafa lent undir eftir nokkrar sekúndur skoruðu Valsstúlkur hvert markið á fætur öðru á áttavillta Mosfellinga. Lokatölur 1-8. Þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson sem gat ekki annað en brosað eftir tíunda Íslandsmeistaratitil Valsstelpna í sögu félagsins. "Þetta er algjörlega óvæntasti titillinn hvað aðdragandann varðar. Ég átti aldrei von á því að FH ynni Breiðablik, með fullri virðingu fyrir FH. Þetta kom skemmtilega á óvart," sagði Freyr. "Eftir að við heyrðum úrslitin úr leikjum Breiðabliks og Þórs/KA var auðveldara að peppa liðið upp í leikinn. Þær fóru inn á með fiðrildi í maganum og skítaglott á vör," sagði Freyr og brosti. "En við vorum búin að leggja leikinn upp og við breyttum engu sérstöku. Þrátt fyrir áfall á fyrstu mínútu að fá á sig mark gekk upp að klára þetta. Stelpurnar eiga þetta svo sannarlega skilið. Þær hafa unnið eins og skepnur í allt sumar og fyrir það. Ég er hrikalega stoltur af þeim," sagði þjálfarinn. Valsliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sumar. Það hefur unnið tólf leiki af sextán, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það hefur skorað 71 mark og fengið á sig 13 og hefur sjö stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur því skorað 4,44 mörk að meðaltali í leik í sumar. Dóra María Lárusdóttir tók undir að þetta væri óvæntasti Íslandsmeistaratitill hennar, hvað aðdraganda varðar. Titillinn er þó ekki mjög frábrugðinn öðrum. „Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar.Að vinna tvöfalt tvö ár í röð, það gerist varla sætara," sagði Dóra María. Þetta er í annað sinn í röð sem Valur verður Íslands- og bikarmeistari. Alls eru 27 ár síðan það afrek var leikið eftir en það gerðu Blikastúlkur árin 1982 og 1983. Titillinn er einnig 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. "Þetta er annað en í fyrra að því leiti að við vörðum titlana báða núna. Stelpurnar eru búnar að vera í mikilli samkeppni við sig sjálfar og ég tel þetta stórt afrek. Við höfum unnið titilinn fimm ár í röð, við erum stórveldi. Við erum Rosenborg Íslands," sagði Freyr og hló. Freyr hefur stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var með Elísabetu Gunnarsdóttur árið 2008 en hefur stýrt liðinu einn tvö síðustu tímabil. Hann er aðeins 28 ára gamall. "Ég er mjög ánægður með mitt starf hjá Val. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með traustið sem Valur sýndi mér. Þeir tóku áhættu með að ráða ungan þjálfara en ég held að flestir séu ánægðir með mín störf. Ég er í það minnsta hrikalega ánægður og stoltur. Þegar ég geng út úr þessu seinna meir held ég að ég hafi skilað af mér góðu starfi og ég get gengið stoltur frá Val," sagði Freyr sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott sumar í Valsliðinu. Hún hefur verið fastamaður í liðinu í sumar, annað en í fyrra, og því er titillinn í ár enn sætari fyrir hana en marga aðra leikmenn. "Það er virkilega gaman að hafa spilað svona mikið í sumar, þetta er algjörlega frábært. Við fengum að vita úrslitin úr hinum leikjunum þegar við vorum að hita upp en það breytti engu, við ætluðum alltaf að klára þennan leik," sagði hin nítján ára gamla Dagný. "Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að vinna tvöfalt og það tókst. Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Þetta er kannski enn skemmtilegra fyrir mig en stelpurnar sem eru vanar að vinna titla. Ég gæti alveg vanist þessu, þetta er frábært," sagði Dagný kát. Sex leikmenn hafa orðið Íslandsmeistarar með Val öll þessu ár, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Rakel Logadóttir. Þrjár hafa orðið meistarar í fjögur af fimm skiptum, Ásta Árnadóttir (ekki 2009), Guðný Björk Óðinsdóttir, ekki 2008) og Málfríður Erna Sigurðardóttir (ekki 2009). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Þær létu ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og völtuðu yfir Aftureldingu. Eftir að hafa lent undir eftir nokkrar sekúndur skoruðu Valsstúlkur hvert markið á fætur öðru á áttavillta Mosfellinga. Lokatölur 1-8. Þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson sem gat ekki annað en brosað eftir tíunda Íslandsmeistaratitil Valsstelpna í sögu félagsins. "Þetta er algjörlega óvæntasti titillinn hvað aðdragandann varðar. Ég átti aldrei von á því að FH ynni Breiðablik, með fullri virðingu fyrir FH. Þetta kom skemmtilega á óvart," sagði Freyr. "Eftir að við heyrðum úrslitin úr leikjum Breiðabliks og Þórs/KA var auðveldara að peppa liðið upp í leikinn. Þær fóru inn á með fiðrildi í maganum og skítaglott á vör," sagði Freyr og brosti. "En við vorum búin að leggja leikinn upp og við breyttum engu sérstöku. Þrátt fyrir áfall á fyrstu mínútu að fá á sig mark gekk upp að klára þetta. Stelpurnar eiga þetta svo sannarlega skilið. Þær hafa unnið eins og skepnur í allt sumar og fyrir það. Ég er hrikalega stoltur af þeim," sagði þjálfarinn. Valsliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sumar. Það hefur unnið tólf leiki af sextán, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það hefur skorað 71 mark og fengið á sig 13 og hefur sjö stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur því skorað 4,44 mörk að meðaltali í leik í sumar. Dóra María Lárusdóttir tók undir að þetta væri óvæntasti Íslandsmeistaratitill hennar, hvað aðdraganda varðar. Titillinn er þó ekki mjög frábrugðinn öðrum. „Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar.Að vinna tvöfalt tvö ár í röð, það gerist varla sætara," sagði Dóra María. Þetta er í annað sinn í röð sem Valur verður Íslands- og bikarmeistari. Alls eru 27 ár síðan það afrek var leikið eftir en það gerðu Blikastúlkur árin 1982 og 1983. Titillinn er einnig 100. titill Vals í meistaraflokki en félagið verður einmitt 100 ára á næsta ári. "Þetta er annað en í fyrra að því leiti að við vörðum titlana báða núna. Stelpurnar eru búnar að vera í mikilli samkeppni við sig sjálfar og ég tel þetta stórt afrek. Við höfum unnið titilinn fimm ár í röð, við erum stórveldi. Við erum Rosenborg Íslands," sagði Freyr og hló. Freyr hefur stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var með Elísabetu Gunnarsdóttur árið 2008 en hefur stýrt liðinu einn tvö síðustu tímabil. Hann er aðeins 28 ára gamall. "Ég er mjög ánægður með mitt starf hjá Val. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með traustið sem Valur sýndi mér. Þeir tóku áhættu með að ráða ungan þjálfara en ég held að flestir séu ánægðir með mín störf. Ég er í það minnsta hrikalega ánægður og stoltur. Þegar ég geng út úr þessu seinna meir held ég að ég hafi skilað af mér góðu starfi og ég get gengið stoltur frá Val," sagði Freyr sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott sumar í Valsliðinu. Hún hefur verið fastamaður í liðinu í sumar, annað en í fyrra, og því er titillinn í ár enn sætari fyrir hana en marga aðra leikmenn. "Það er virkilega gaman að hafa spilað svona mikið í sumar, þetta er algjörlega frábært. Við fengum að vita úrslitin úr hinum leikjunum þegar við vorum að hita upp en það breytti engu, við ætluðum alltaf að klára þennan leik," sagði hin nítján ára gamla Dagný. "Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að vinna tvöfalt og það tókst. Það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Þetta er kannski enn skemmtilegra fyrir mig en stelpurnar sem eru vanar að vinna titla. Ég gæti alveg vanist þessu, þetta er frábært," sagði Dagný kát. Sex leikmenn hafa orðið Íslandsmeistarar með Val öll þessu ár, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Rakel Logadóttir. Þrjár hafa orðið meistarar í fjögur af fimm skiptum, Ásta Árnadóttir (ekki 2009), Guðný Björk Óðinsdóttir, ekki 2008) og Málfríður Erna Sigurðardóttir (ekki 2009).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira