Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 17:15 Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti