Íslenskt mál og íslensk fyndni 18. ágúst 2010 06:00 Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun