Steinar Bragi: Teygður þumall 11. maí 2010 12:39 Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun