Lagaskrifstofa Alþingis 20. mars 2010 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um vandaða lagasetningu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Á Norðurlöndum er það liður í starfsemi ráðuneyta að starfrækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarfrumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meiri hluti lagafrumvarpa sem samþykkt eru á Alþingi koma frá framkvæmdavaldinu en hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi lagaráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um að stofnuð verði lagaskrifstofa Alþingis til að bæta lagasetningu. Markmiðið frumvarpsins er að ekki komi frumvörp né þingsályktunartillögur fyrir Alþingi sem innihalda lagatæknilega ágalla eða samrýmast ekki stjórnarskránni, að létta álagi af dómstólum landsins og umboðsmanni Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsmenn lagaskrifstofu skulu vera alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar um undirbúning löggjafar. Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr skugga um að frumvörp standist þjóðréttarlegar skuldbindingar og séu í samræmi við gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og auðskiljanleg og gjaldtökuheimildir séu skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á landi byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmdarvaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr þessum hnökrum þarf að bæta til að efla og bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meirihlutastjórnum, með örfáum undantekningum, og því er nauðsynlegt að starfandi minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu mála til að tempra framkvæmdavaldið. Sem dæmi um slaka lagasetningu undanfarna áratugi má geta þess að í ársskýrslum umboðsmanns Alþingis, sem starfað hefur í rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem embættið hefur vakið athygli á sem varða „meinbugi á lögum". Slíkur málafjöldi er óásættanlegur. Meinbugir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli lagaákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem mismunun milli manna án þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að reglugerðarákvæði skorti lagastoð. Þá hefur umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum til verndar mannréttindum. Jafnframt yrði gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins sem er ef til vill mesti kosturinn. Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir þjóðina alla. Það er von mín að málið fái jákvæðar undirtektir hjá alþingismönnum og að frumvarpið verði brátt að lögum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um vandaða lagasetningu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Á Norðurlöndum er það liður í starfsemi ráðuneyta að starfrækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarfrumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meiri hluti lagafrumvarpa sem samþykkt eru á Alþingi koma frá framkvæmdavaldinu en hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi lagaráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um að stofnuð verði lagaskrifstofa Alþingis til að bæta lagasetningu. Markmiðið frumvarpsins er að ekki komi frumvörp né þingsályktunartillögur fyrir Alþingi sem innihalda lagatæknilega ágalla eða samrýmast ekki stjórnarskránni, að létta álagi af dómstólum landsins og umboðsmanni Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsmenn lagaskrifstofu skulu vera alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar um undirbúning löggjafar. Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr skugga um að frumvörp standist þjóðréttarlegar skuldbindingar og séu í samræmi við gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og auðskiljanleg og gjaldtökuheimildir séu skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á landi byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmdarvaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr þessum hnökrum þarf að bæta til að efla og bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meirihlutastjórnum, með örfáum undantekningum, og því er nauðsynlegt að starfandi minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu mála til að tempra framkvæmdavaldið. Sem dæmi um slaka lagasetningu undanfarna áratugi má geta þess að í ársskýrslum umboðsmanns Alþingis, sem starfað hefur í rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem embættið hefur vakið athygli á sem varða „meinbugi á lögum". Slíkur málafjöldi er óásættanlegur. Meinbugir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli lagaákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem mismunun milli manna án þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að reglugerðarákvæði skorti lagastoð. Þá hefur umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum til verndar mannréttindum. Jafnframt yrði gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins sem er ef til vill mesti kosturinn. Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir þjóðina alla. Það er von mín að málið fái jákvæðar undirtektir hjá alþingismönnum og að frumvarpið verði brátt að lögum. Höfundur er alþingismaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun