Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu 29. nóvember 2010 14:53 Christian Horner, Sebastian Vettel, Adrian Newey og Mark Webber á leið á fréttamannafund í Austturríki og móttöku hjá Red Bull liðinu á dögunum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira