Alonso: Tímatakan verður jöfn 13. nóvember 2010 05:26 Ökumenn aka við sólsetur í tímatökunni í dag, rétt eins og á æfingum í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira