Íslenski boltinn

Strákarnir æfa á keppnisvellinum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 21 árs landsliðið kom til Edinborgar í gær og mun í kvöld æfa á vellinum þar sem liðið spilar við Skotland á morgun í seinni umspilsleiknum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Ísland vann fyrri leikinn 2-1 og nægir því jafntefli í leiknum en Skotum dugar hinsvegar 1-0 sigur þar sem að þeir náðu að skora mark á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn.

Dagurinn í dag fór að mestu í hvíld og fundarhöld en æft verður á keppnisvellinum, Easter Road heimavelli Hibernian, í kvöld. Samkvæmt heimasíðu KSÍ fer vel um hópinn í Edinborg.

Skoska knattspyrnusambandið vonast til að allt að 15.000 manns verði á leiknum annað kvöld og heimamenn munu því frá mikinn stuðning. Easter Road tekur 20.250 manns en völlurinn, sem var byggður árið 1892, er nýuppgerður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×